„Frelsi til að leggja mitt af mörkum til samfélagsins”:

Upplifun innflytjendakvenna í frumkvöðlastarfi

Höfundar

  • Þóra H. Christiansen
  • Erla S. Kristjánsdóttir

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2023.20.2.1

Lykilorð:

Hvatar; innflytjendakonur; kvenfrumkvöðlar; samfélagsleg nýsköpun; útilokun/inngilding; skörun.

Útdráttur

Innflytjendur leika æ stærra hlutverk í íslensku athafnalífi bæði sem nauðsynlegt vinnuafl og sem frumkvöðlar. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að innflytjendur mæta ýmsum hindrunum á vinnumarkaði en lítið er samt vitað um hvert framlag þeirra er og reynsla sem eigendur fyrirtækja og frumkvöðlar hérlendis. Þessi veigamikli þáttur hefur verið afskiptur, en mikilvægt er að kanna samspil þátta eins og kyns, kynþáttar, þjóðernis og uppruna innflytjenda í samhengi við sérkenni hvers lands til að fá fyllri mynd. Í þessari fyrirbærafræðilegu rannsókn voru tekin viðtöl við þrettán innflytjendakonur, sem eru frumkvöðlar, til þess að skoða reynslu þeirra og upplifun sem konur, innflytjendur, minnihlutahópar og frumkvöðlar. Niðurstöður leiddu í ljós skörun hindrana sem konurnar upplifa, en einnig hæfni kvennanna til að koma auga á tækifæri fyrir eigin atbeina og einnig sækja styrk til síns innflytjendanets. Fyrir sumar konurnar kom frumkvöðlahlutverkið til af nauðsyn, en meirihlutinn var drifinn áfram af löngun til leggja sinn skerf af mörkum til samfélagsins, styrkja aðra innflytjendur og konur og að færa fram lausnir og nýsköpun. Í ljós kom að smæð íslensks samfélags hafði bæði jákvæð og neikvæð áhrif á reynslu kvennanna. Auk þess kom fram að þær upplifðu útilokun og jaðarsetningu er þær störfuðu í atvinnugeirum þar sem meirihlutinn voru karlmenn og í samskiptum við innlendar athafnakonur. Gerð er grein fyrir því hvað hvetur konurnar áfram, skörun hindrana sem konurnar mæta, byggt á skörun kyns, kynþáttar, þjóðernis og uppruna sem innflytjendur, auk umræðu um staðalmyndir og kynjahalla í frumkvöðlastarfsemi.

Um höfund (biographies)

Þóra H. Christiansen

Aðjúnkt við Háskóla Íslands.

Erla S. Kristjánsdóttir

Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

19.12.2023

Hvernig skal vitna í

Christiansen, Þóra H., & Kristjánsdóttir, E. S. (2023). „Frelsi til að leggja mitt af mörkum til samfélagsins”:: Upplifun innflytjendakvenna í frumkvöðlastarfi. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 20(2), 1–16. https://doi.org/10.24122/tve.a.2023.20.2.1

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)