Sameign 
þjóðarinnar
 á 
náttúruauðlindum
 landsins

Authors

  • Indriði H. Þorláksson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.b.2011.7.2.2

Abstract

Greinin er um verðmæti náttúruauðlinda, hvaða merkingu eigi að leggja í sameign á náttúruauðlindum og hvort ástand í málefnum náttúruauðlinda sé viðunandi. Dregið er fram að náttúrurauðlindir séu ekki trygging fyrir hagsæld og séu oft nýttar í þágu annarra en þjóðarinnar. Formlegt eignarhald komi ekki í veg fyrir að arður af auðlindinni renni til annarra en eigandans. Til þess að þjóð njóti náttúruauðlinda þarf hún að hafa efnislegt eignarhald á þeim en í því felst varðveisluskylda, réttur til auðlindarentunnar og stjórn á nýtingu auðlindanna. Af því eigi að ráðast hvaða náttúrurauðlindir séu í sameign þjóðarinnar. Ríkið sé eini aðilinn sem geti átt náttúruauðlindir fyrir hönd þjóðarinnar en sveitarfélög hafi rétt til nýtingar á auðlindum í landi sínu til almennrar veituþjónustu fyrir íbúana og hliðstæðra verkefna. Ástand í auðlindamálum hér á landi er misjafnt. Það er viðunandi hvað snertir verndun en ekki hvað varðar skil á arði og stjórn á nýtingu. Há auðlindarenta sé af náttúruauðlindum en hún skili sér misvel til þjóðarinnar. Renta í fiskveiðum skilar sér að litlu leyti til þjóðarinnar, renta í framleiðslu hitunarorku og raforku fyrir innlendan markað skilar sér að mestu en renta í orkuframleiðslu til stóriðju ekki vegna lágs orkuverðs og ívilnandi skattareglna. Að óbreyttu orkuverði og skattareglum skilar orkusala til stóriðju efnahagslegum verðmætum til þjóðarinnar með afar takmörkuðum og óbeinum hætti. Nýjar virkjunarframkvæmdir á sömu forsendum eru óforsvaranlegar ef þær fela í sér afsal á auðlindarentu þjóðarinnar til lengri tíma.

Published

2011-12-15

How to Cite

Þorláksson, I. H. (2011). Sameign 
þjóðarinnar
 á 
náttúruauðlindum
 landsins . Icelandic Review of Politics & Administration, 7(2). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2011.7.2.2

Issue

Section

Articles and speeches